SAMSTARFSSAMNINGUR

Samstarfssamningur milli Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Landssambands kúabænda (LK)

Markmiðið með samningi þessum er að tryggja markviss samskipti BÍ og LK þannig að verkaskipting þeirra á milli sé sem skýrust og saman fari ábyrgð og forræði á þeim málaflokkum sem undir hvorn aðila heyra. Með því móti er reynt að tryggja að sinnt sé brýnum hagsmunamálum, er búgreinina varða og jafnframt að koma í veg fyrir tvíverknað og ómarkviss vinnubrögð.

 

I. KAFLI. Almenn ákvæði.

1. LK hefur forystu um stefnumörkun í þeim málefnum kúabænda sem tilgreind eru í samningi þessum og um önnur atriði í samstarfi við BÍ.

2. Samtökin leitast við að vinna sameiginlega að framgangi þeirra hagsmunamála sem á dagskrá eru hverju sinni.

3. Aðilar skulu hafa með sér samráð eftir því sem við verður komið og kappkosta að kynna hvor fyrir öðrum þær ákvarðanir sem teknar eru.

 

II. KAFLI.

Samkomulag er um að LK annist eftirfarandi málaflokka vegna nautgriparæktar:

1. Markaðsmál nautakjöts, að því marki sem þau málefni eru í umsjá þessara samtaka. M.a. að taka ákvarðanir fyrir hönd bænda um nýtingu heimilda til töku verðskerðingargjalds og ráðstöfun þess og vera í forsvari vegna gæða- og verðflokkunar afurða.

2. Markaðsmál mjólkurafurða, að því marki sem þessi málefni eru á verksviði þessara samtaka.
M.a. að gera tillögur fyrir hönd bænda um öflun heimilda til töku verðskerðingargjalds og ráðstöfun þess og vera í forsvari vegna gæða- og verðflokkunar afurða.

3. Öll samskipti við afurðasölufyrirtæki í mjólkur- og sláturiðnaði, ef um er að ræða mál sem tengjast afsetningu nautgripaafurða.

4. Tilnefning þriggja fulltrúa af fimm í Fagráð í nautgriparækt, en hinir tveir skulu tilnefndir af BÍ og skal annar vera starfandi ráðunautur í nautgriparækt en hinn starfandi bóndi. Fagráð skiptir með sér verkum.
Fagráð skal auk stefnumótunar og forgangsröðunar hlutast til um markvissa samvinnu þeirra aðila sem vinna að rannsóknnum, kennslu og leiðbeiningum í nautgriparækt.

5. LK og BÍ tilnefna sameiginlega fulltrúa í búvörusamninganefnd, þegar fjallað er um málefni mjólkurframleiðenda og koma sér saman um skipan annars fulltrúa af tveimur í framkvæmdanefnd búvörusamninga. Verði ágreiningur í framkvæmdanefndinni um mál sem varða mjólkurframleiðslu, þannig að til álita komi að setja mál í gerðardóm, skal ákvörðun um það tekin af LK.
Nýr samningur um málefni mjólkurframleiðslu skal borinn undir atkvæði hjá greiðslumarkshöfum í mjólk í almennri atkvæðagreiðslu sem LK og BÍ annast sameiginlega. Ekki þarf almenna atkvæðagreiðslu um minniháttar breytingar á samningi.

6. Ákveða annan aðalmann í Verðlagsnefnd búvara. Hinn fulltrúinn skal tilnefndur sameiginlega af BÍ og LK.

 

III. KAFLI. Önnur ákvæði:

1. BÍ annast m.a. eftirfarandi vegna nautgriparæktar:

A: Standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins.

B. Almenn hagsmuna- og réttargæsla í þágu landbúnaðarins.

C: Eftirlit með útreikningi og framkvæmd tollverndar vegna innflutnings landbúnaðarvara.

D. Útgáfustarfsemi, upplýsingaþjónusta og ímyndarsköpun.

2. LK hefur aðgang að starfandi sérfræðingum BÍ, vegna þeirra verkefna sem LK sinnir  á hverjum tíma.

3. LK gerir tillögur um þau atriði er varða hagsmuni kúabænda sérstaklega og snerta nefndir þar sem BÍ á fulltrúa. Sama gildir um umsagnir um lög og reglugerðir er snerta kúabændur sérstaklega.

 

Gildistaka

Samningur þessi öðlast gildi við undirritun
Reykjavík, 18. maí 2006

 

F.h Bændasamtaka Íslands     F.h. Landssambands kúabænda
Haraldur Benediktsson            Þórólfur Sveinsson
(sign.)                                   (sign.)