Samþykktir Félags Þingeyskra kúabænda

1. grein

Félagið heitir Félag Þingeyskra Kúabænda, skammstafað FÞK. Heimili félagsins og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

2. grein

Félagssvæðið er starfssvæði Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu. Félagar geta þeir einir verið sem framleiða nautgripaafurðir sem lagðar eru inn í afurðastöð og hafa greitt félagsgjald.

3. grein

Tilgangur félagsins er að efla samstöðu félagsmanna og vinna að bættum hag þeirra, jafnt á faglegum grunni sem í kjaramálum.

4. grein

Félagið er aðili að LK, einnig að BSSÞ, ákveði aðalfundur það.

5. grein

Stjórn félagsins er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru á aðalfund til þriggja ára. Þó þannig að eftir fyrsta árið frá stofnun gangi einn úr stjórn eftir hlutkesti. Síðan annar á sama hátt eftir tvö ár og sá þriðji eftir þrjú ár. Eftir það sé kjörtíminn þrjú ár.

6. grein

Stefnt skal að því að aðalfundur félagsins sé haldinn fyrir apríllok ár hvert og skal hann boðaður með minnst sjö daga fyrirvara með tryggilegum hætti. Þar skal stjórn gera grein fyrir starfsemi liðins árs og leggja fram endurskoðaða ársreikninga til afgreiðslu. Þar skulu og tekin fyrir önnur þau mál sem þurfa þykir.

Aðalfundur kýs einn mann í stjórn til þriggja ára (sbr. 5. gr) svo og tvo varamenn til eins árs og tvo skoðunarmenn reikninga og einn varamann. Þá kýs aðalfundur fulltrúa á aðalfund LK og aðra þá fulltrúa er kjósa þarf á hverjum tíma.

Fundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

7. grein

Stjórn skiptir með sér verkum og sér um starfsemi félagsins milli aðalfunda. Hún heldur félagsmannaskrá og innheimtir félagsgjöld í samræmi við hana samkvæmt ákvörðun aðalfundar.

8. grein

Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu breytingatillögur kynntar í fundarboði. Tveir af hverjum þremur atkvæðisbærum fundarmönnum þurfa að samþykkja breytingu svo hún öðlist gildi.

Samþykktir þessar voru staðfestar á stofnfundi félagsins á Breiðumýri 12.04.2000