Af mörgu er að taka er fjallað er um kynbætur og ræktun. Yfir 100 ár eru liðin frá því að fyrsta ræktunarfélagið um íslenskar kýr var stofnað og byggir ræktun kúa í dag að miklu leiti enn á sömu viðhorfum og í upphafi voru viðhöfð.

Með verkefni um erfðamengisúrval hefur komið í ljós að skyldleiki íslenska kúastofnsins er einkum við franskar kýr frá Bretagne-skaga og breska kúastofna. Eðli málsins samkvæmt eru allir kúastofnar fjarskyldir en þessir stofnar standa næst þeim íslenska.

Frekari upplýsingar um erfðamengisúrval má finna HÉR

Hér að neðan er hægt að tengjast nokkrum undirsíðum meðal annars með upplýsingum um uppbyggingu sæðingastarfsins í dag, upplýsingum um holdanautastarfsemina, nautaskrá ofl.

Nautaskráin – Reynd naut í notkun

Nautaskráin – Reynd naut úr notkun

Nautaskráin – Óreynd naut

Nautaskráin – Holdanaut

Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu: Skýrsla eftir Þórodd Sveinsson, SJÁ HÉR

Hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt: Skýrsla eftir Jón Hjalta Eiríksson og Kára Gautason, SJÁ HÉR

Gagnasafn úr íslenskum fóðrunartilraunum með mjólkurkýr—nýting í leiðbeiningastarfi: Samantekt eftir Jóhannes Sveinbjörnsson, SJÁ HÉR

Burðaraldur íslenskra kvígna og áhrif hans á afurðir, endingu og uppeldiskostnað. B.S. verkefni eftir Þórdísi Þórarinsdóttur, SJÁ HÉR

Breytingar á heildareinkunn í kynbótamati (skrifað í september 2019)

Í breytingunni felst að vægi á afurðum verður lækkað úr 44% í 36% auk þess sem samsetningu afurðaeinkunnar verður breytt á þann veg að fituafurðir fá 47% vægi, próteinafurðir 48% og próteinhlutfall 5%. Þannig mun afurðaeinkunnin endurspegla verðhlutföll verðefnanna auk þess sem próteinhlutfallið fær 5% vægi til þess að halda því jafnháu og nú er. Vægi annarra eiginleika mun breytast lítillega en stærsta breytingin verður sú að ending mun eingöngu koma inn í heildareinkunn nauta sem hafa reiknaða endingareinkunn.
Í töflunni má sjá vægi eiginleika fyrir og eftir breytingu:

 EldriNý heildareinkunn 
EiginleikieinkunnNautKýr
Afurðir44%36%36%
Frjósemi8%10%11%
Frumutala8%8%9%
Júgur8%10%11%
Spenar8%10%13%
Mjaltir8%8%10%
Skap8%8%10%
Ending8%10%

Hér má finna niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar:
Niðurstöður skýrsluhalds

Holdanaut

Að morgni 30. ágúst 2018 fæddist fyrsti kálfurinn tilkominn með innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti.

Alls voru ellefu kýr sem báru eftir að Angus fósturvísar frá Noregi voru settir upp í þeim í árslok 2017. Ein kýrin var tvíkelfd og skiluðu þær því tólf lifandi kálfum; sjö kvígum og fimm nautum. Burðirnir gengu almennt mjög vel fyrir sig og án aðstoðar, þó veitti bústjóri nokkra burðarhjálp í eitt skipti og næstsíðasti kálfurinn kom aftur á bak og þurfti aðstoð dýralæknis til að koma honum í heiminn. Sá var einnig þeirra þyngstur, 48 kg, sá léttasti var 29 kg (annar tvíkelfingurinn).

Það var svo í ágúst 2019 sem sæðistaka hófst úr nautunum sem þar fæddust. Og hafði undirbúningur staðið yfir frá því snemma í júlí en um mánaðamótin júlí/ágúst lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera neikvæð, þ.e. enga sjúkdóma er að finna í gripunum. Nokkrum dögum síðar, eða um miðjan ágúst, var tekið sæði sem fór til dreifingar og var fyrsta kýrin sædd á Hvanneyrarbúinu.

Lokaverkefni nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands sem snúa að greininni:

Athugið að Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins býður upp á þjónustu og aðstoð tengda ræktun og kynbótum nautgripa, nánar á www.rml.is

Fagráð

Fagráð í nautgriparækt er skipað samkvæmt fjórðu grein búnaðarlaga nr. 70/1998. Í fagráðinu skulu sitja menn úr hópi starfandi kúabænda, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML og jafnframt skulu sitja í fagráðinu eða starfa með því sérfróðir aðilar.

Hlutverk fagráðs í nautgriparækt er:
– að móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi greinarinnar
– að skilgreina ræktunarmarkmið
– að setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins
– að móta tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar
– að fjalla um þau mál sem vísað er til fagráðsins til umsagnar og afgreiðslu

Nánar um fagráð í nautgriparækt

Fundargerðir fagráðs í nautgriparækt

Eldra efni:

Erfðanefnd landbúnaðarins (2014). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði 2014-2018.