Æ, hvað á ég að hafa með í ferðina?

Fyrir hvert ferðalag þurfa þeir sem eru að fara að ferðast að setja í töskur og er það starf sem hugnast ekki öllum! Fyrst þarf að kynna sér reglur um magn farangurs og stærð á ferðatöskum (í handfarangri) sem getur verið breytilegt eftir flugfélögum. Eftirfarandi listi er settur niður til minnis fyrir þá sem eru að fara að leggja í hann. Sumt á við en annað ekki allt eftir því hvert ferðinni er heitið og hvaða hluti maður þarf, sem og hvenær ársins farið er. Við mælum með því að þú prentir þessa síðu og strikir svo einfaldlega út það sem ekki á við í þínu tilfelli og eftir stendur góður minnislisti (ath. listinn er ekki tæmandi!):

Ferðafötin:

✔ Alklæðnaður m.m.
✔ Þægilegir skór (oft töluvert gengið á flugvöllum)

Í ferðatöskuna:

✔ Sokkar
✔ Nærbuxur
✔ Nærboli
✔ Stuttermaboli
✔ Stuttbuxur
✔ Buxur
✔ Spariföt
✔ Belti/axlabönd
✔ Peysur
✔ Hlýja peysu (gæti verið kalt!)
✔ Skyrtur
✔ Spariskó?
✔ Sundföt
✔ Kodda (sumum finnast hótel koddarnir ekki góðir)
✔ Peningabelti/mittistösku?
✔ Breytistykki fyrir erlendar innstungur
✔ 2-3 plastpoka (fyrir óhreint tau, skó ofl.)
✔ Hleðslutæki fyrir GSM-síma (eða í handfarangur) 
✔ Hleðslutæki fyrir myndavél og/eða auka batterí fyrir hana
✔ Auka minniskort fyrir myndavélina?
✔ Tölvusnúru fyrir myndavélina?
✔ Hleðslutæki fyrir far- eða spjaldtölvuna?

Í snyrtitöskuna:

✔ Tannbursti
✔ Tannkrem
✔ Sjampó
✔ Hárnæring
✔ Svitalyktareyði
✔ Greiða/bursti
✔ Varasalva (sérstaklega ef ferðast er að vetrinum til)
✔ Sólarvörn (ef ferðast er að sumrinu til!)
✔ Kælikrem/aloavera (ef ferðast er að sumrinu til!)
✔ Plástrar
✔ Flugnafælusprey eða -krem
✔ Bólgueyðandi/kláðavörn v/flugubits
✔ Lyf (t.d. verkjalyf, bólgueyðandi, sýrulækkandi, ofnæmis)
✔ Svartan og hvítan tvinna og nál
✔ Naglaklippur
✔ Flísatöng
✔ Tannþráð
✔ Nokkra tannstöngla
✔ Nokkra eyrnapinna

Í handfarangurinn:

✔ FARMIÐA/útprentun
✔ Bólusetningarvottorð (Covid) 
✔ Gjaldeyrir?
✔ Síma 
✔ Kreditkort (muna eftir að yfirfara PIN númer (leyninúmerið))
✔ Debetkort (muna eftir að yfirfara PIN númer (leyninúmerið))
✔ Ökuskírteini (ef þú ætlar að keyra) 
✔ Vegabréf (ath. gildistíma)
✔ Tyggjó
✔ Augnleppa
✔ Varasalva (oft mjög þurrt loft í flugvélum)
✔ Eyrnatappa (hentar einnig á hljóðbærum hótelum)
✔ Hálskraga/púða 
✔ Far- eða spjaldtölvu
✔ Nauðsynleg lyf (ekki setja í alm. farangur)
✔ Góða bók
✔ Lesgleraugu
✔ Heyrnartól fyrir flugið
✔ Myndavél
✔ Sólgleraugu
✔ Landakort
✔ GPS tæki (muna að uppfæra kort fyrir staðinn sem verður heimsóttur)
✔ Festingar og snúrur fyrir GPS
✔ Símanúmer fararstjóra
✔ Nauðsynleg heimilisföng og símanúmer á hótelum og helstu áfangastöðum
✔ Turen går til… frábærar ferðahandbækur og eru til fyrir flesta áfangastaði

Fyrir hann:

✔ Rakvél/raksköfu
✔ Raksápu
✔ Rakspíra
✔ Hálsbindi

Fyrir hana:

✔ Brjóstahaldara
✔ Dömubindi og aðra slíka hluti fyrir dömur
✔ Snyrtidót – eftir þörfum
✔ Hárþurrku/sléttujárn/krullujárn…
✔ Góðan spegil

Eftirfarandi getur verið gott að hafa en þarf etv. sjaldan:

✔ Spilastokk
✔ Teninga fyrir t.d. Yatsy
✔ Lýsi
✔ Harðfisk/bitafisk
✔ Handklæði
✔ Regnslá
✔ Regnhlíf
✔ Derhúfu/barðastóra hatta (sérstaklega fyrir ferðir til sólarlanda)
✔ Húfu
✔ Hanska/vettlinga
✔ Trefil
✔ Kaffitrekt+poka (stundum er kaffið ekki drekkandi og þá gott að geta hellt upp á sjálf(ur))
✔ Ferða kælitösku
✔ Tappatogara
✔ Kíki
✔ Málband
✔ Skrifblokk
✔ Penna
✔ Góða söngbók!

MANSTU EFTIR FLEIRU SEM VIÐ HÖFUM EKKI TALIÐ UPP? SENDU OKKUR ENDILEGA PÓST OG BÆTTU ATRIÐUM Á LISTANN