Almennar upplýsingar

Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum lyfjasölum dýralækna. Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að veita dýralæknum nýjar óháðar upplýsingar um dýralyf. Frekari upplýsingar þar að lútandi má finna á www.lyfjastofnun.is

Lög og reglugerðir: Eftirfarandi lög og reglugerðir gilda um lyfjasölu dýralækna á Íslandi

Lög

Reglugerðir

Lyf með markaðsleyfi á Íslandi:

Eru ekki öll sett á markað á Íslandi þrátt fyrir að markaðsleyfi sé fyrir þeim.

Hérna má sjá dýralyf með markaðsleyfi á Íslandi: PDF-skjal dýralyf

 

Aukaverkanir

Tilkynna skal um aukaverkun þó aðeins leiki grunur á að hún tengist lyfinu

Hægt er að tilkynna um aukaverkun með eftirfarandi hætti:

  1. Dýralæknar og dýraeigendur geta fyllt út rafrænt eyðublað á vef Lyfjastofnunar.
  2. Ef ekki er unnt að styðjast við eyðublaðið hér að ofan er hægt að tilkynna aukverkun til Lyfjastofnunar með því að senda tölvupóst til aukaverkun@lyfjastofnun.is eða hringja í síma 520 2100.

 

Lyfjaverðskrá

Lyfjagreiðslunefnd ákveður að fenginni umsókn hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum í heildsölu og smásölu, sem eru með markaðsleyfi.

Nefndin gefur út lyfjaverðskrá mánaðarlega sem finna má hér: Lyfjagreiðslunefnd

 

Dýralæknar

Héraðsdýralæknar

Héraðsdýralæknar hjá Matvælastofnun eru sex, hver með sitt umdæmi en þau eru Suðvesturumdæmi, Vesturumdæmi, Norðurvesturumdæmi, Norðurausturumdæmi, Austursumdæmi og Suðursumdæmi.

Frekari upplýsingar um hlutverk og starf héraðsdýralækna og hvernig hægt er að ná í viðkomandi héraðsdýralækni má finna á heimasíðu Mast. 

Hér má svo finna lista yfir dýralækna sem hafa starfsréttindi og mega starfa sem dýralæknar hér á landi: Dýralæknar með starfsleyfi

Lyfjaverð árið 2013