Víða um heim má finna fagefni fyrir kúabændur.

Hér að neðan má finna lista yfir heimasíður og fagtímarit sem gætu vakið athygli ykkar.  

Hjá flestum tímaritum er hægt að velja um rafræna áskrift eða útprentað blað, sem sent er í pósti. Í einhverjum tilfellum er hægt að óska eftir áskrift af blöðum í gegnum tölvupóst. Hægt er að nota textann neðst á síðunni til að gerast áskrifandi.  

Hér að neðan er listi yfir fjölmörg fagtímarit og heimasíður sem þú, lesandi góður gætir haft áhuga á.

Ef þú veist um gott fagtímarit eða upplýsingasíðu um nautgriparækt sem ekki er á listanum, vinsamlegast sendu okkur þá tölvupóst á gudrunbjorg@bondi.is með upplýsingum um það og við skellum því á listann.

 

Bændablaðið (íslenska)

Mest lesna dagblað landsins, gefið út af Bændasamtökum Íslands. Blaðinu er dreift á öll lögbýli landsins og má nálgast það frítt í öllu helstu verslunum. 

Heimasíða: https://www.bbl.is/ 

 

Maskinbladet (danska)

– almennt landbúnaðarblað fyrir alla bændur, með bæði umfjöllun um tækni, jarð-, nauta- og svínarækt.

Heimasíða: https://www.maskinbladet.dk/ 
Áskrift: https://www.maskinbladet.dk/medielogin/buy-subscription 

 

Landsbladet KVÆG (danska)

– sérhæft blað fyrir kúabændur sem kemur út mánaðarlega. Gefið út af dönsku bændasamtökunum.

Heimasíða: Landbrugsavusen - Kvæg

 

Danske Mælkeproducenter (danska)

– sérhæft blað fyrir kúabændur sem kemur út annan hvern mánuð. Gefið út af Landssamtökum mjólkurframleiðenda í Danmörku.

Heimasíða: https://www.maelkeproducenter.dk/ 
Áskrift: ldm@maelkeproducenter.dk

 

Husdjur (sænska)

– sérhæft blað fyrir kúabændur, sem kemur út mánaðarlega.

Heimasíða: https://husdjur.se/kategori/nyheter/ 

Áskrift: prenumeration@preno.se  eða í gegnum: https://preno.se/vaxa/

 

Lantmännen (sænska)

– almennar landbúnaðarupplýsingar fyrir alla bændur, með bæði umfjöllun um tækni, jarð- og búfjárrækt. 

Heimasíða: https://www.lantmannen.com/about-lantmannen/newsroom/ 

 

Lantbruk (sænska)

– stærsta landbúnaðarblað fyrir bændur í Svíþjóð

Heimasíða: www.lantbruk.com
Áskrift: https://www.landlantbruk.se/etidningen/ 

 

Lantbrukarnas Riksförbund (LRF)

- Samtök sænskra bænda. Hagsmunasamtök fyrir græna iðnaðinn. Þau gefa út tímaritin Land Lantbruk, Land Skogsbruk og Land. 

Heimasíða: https://www.lrf.se/ 

 

Buskap (norska)

– sérhæft blað fyrir kúabændur sem kemur út 8x á ári. Gefið út af GENO (ræktunarfélagi norskra kúabænda). Blöðin eru aðgengileg að kostnaðarlausu. 

Heimasíða: https://www.buskap.no/journal 

 

 Norsk landbruk (norska)

– almennt landbúnaðarblað fyrir alla bændur, með bæði umfjöllun um tækni, jarð- og búfjárrækt. Blaðið kemur út mánaðarlega.

Heimasíða: https://www.norsklandbruk.no/ 
Áskrift: https://www.norsklandbruk.no/kundeservice/abonnementsvelger/

 

Profi (enska)

– Breskt tækniblað landbúnaðarins sem kemur út mánaðarlega, þar sem fjallað er um allt sem viðkemur tækni í landbúnaði.

Heimasíða: https://www.profi.co.uk/
Áskrift: https://shop.kelsey.co.uk/profi-international-magazine 

  

Þegar þú óskar eftir að gerast áskrifandi getur þú notað eftirfarandi texta, sem gengur bæði í Noregi, Svíþjóð og Danmörku:

Til vedkommende:
Jeg, undertegnede, önsker abonnement på ________________ og önsker at få bladet sent på nedenstående addresse.

På forhånd tak

Jón Jónsson

Venligst send bladet til:
Jón Jónsson
Jónukot (og í hvaða hreppi)
IS – Númer og Póststaður
ISLAND

 

Einnig má senda bréf á ensku:

To whom it may consern:
I would like to subscribe to _________________. Please send to:

Jón Jónsson
Jónukot (og í hvaða hreppi)
IS – Númer og Póststaður
ISLAND

With best regards

Jón Jónsson

  

 Ertu með ábendingu á gott fagblað? Sendu okkur póst á gudrunbjorg@bondi.is