Markaður með greiðslumark mjólkur 

Ný reglugerð um stuðning í nautgriparækt tók gildi 30. desember 2019 í samræmi við breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar sem samþykktar voru á Alþingi 17. desember 2019. Reglugerðin hefur tekið þónokkrum breytingum þar sem innlausn ríkisins leið undir lok og við tók markaður fyrir greiðslumark mjólkur. Búnaðarstofa MAST hefur nú sameinast atvinnuvegaráðuneytinu og því mun ráðuneytið halda utanum markað fyrir greiðslumark mjólkur.

Helstu atriði:

 • Ekki verður krafist bankaábyrgðar við kauptilboð á markaði fyrir greiðslumark mjólkur.
 • Að hámarki er hægt að óska eftir kaupum á 50.000 lítrum á hverjum markaði.
 • Hlutdeild einstakra framleiðenda má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildar­greiðslu­marki mjólkur.
 • Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur gert tillögu að hámarskverði á markaði, þó aldrei hærra en sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði.

Fyrirkomulag markaðar

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks mjólkur skal skila rafrænt á afurd.is. 

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur skal haldinn þrisvar á ári; þann 1. apríl, 1. september og þann 1. nóvember. Beri þessar dagsetningar upp á laugardag eða sunnudag færist markaðsdagur til næst­komandi mánudags. Seljanda er einungis heimilt að bjóða til kaups á apríl- og september­markaði það magn greiðslumarks, sem hann hefur ekki þegar nýtt innan verðlagsársins fyrir inn­legg í afurða­stöð.

Þeir sem óska eftir að kaupa eða selja greiðslumark á markaðnum skulu skila inn tilboðum með rafrænum hætti sem skulu tilgreina nafn og kennitölu tilboðsaðila, heimili og búsnúmer, netfang, ef það er fyrir hendi og það magn og verð greiðslumarks, sem boðið er til sölu eða leitað er eftir kaupum á. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 10. mars þegar markaður er haldinn 1. apríl, 10. ágúst þegar markaður er haldinn 1. september og þann 10. október þegar markaður er haldinn 1. nóvember.

Einungis er heimilt að skila inn einu tilboði um kaup eða sölu fyrir hvert lögbýli og af sama aðila eða tengdum aðila. Tilboðsgjöfum er skylt að gæta að því að einungis eitt tilboð komi frá aðilum sem teljast tengdir. Óheimilt er að bjóða fram mismunandi verð í sama tilboði. Óheimilt er aðilum að gefa upp magn og verð sem tiltekið er í tilboðunum, sem opnuð eru á markaðsdegi samkvæmt þessari grein. Sé það gert skal þeim tilboðum vikið til hliðar.

Nýliðar skulu eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverjum markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um gilt kauptilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð skv. 17. gr.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögu til ráðherra um breytt hámark ef aðstæður krefja. Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstak­linga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildar­greiðslu­marki mjólkur.

Til að tilboð sé gilt skal fylgja staðfesting um eignarhald að lögbýlinu. Sé um leiguábúð að ræða skal seljandi skila vottfestri yfirlýsingu frá mótaðila (jarðareiganda/leiguliða) um samþykki sölu. Þá skal seljandi, sem er eigandi lögbýlis, leggja fram þinglýsingarvottorð fyrir það lögbýli sem greiðslu­mark er selt frá og skriflegt, þinglýst samþykki allra veðhafa fyrir sölunni.

Heimilt er að krefja um frekari upplýsingar og gögn ef tilefni þykir til þess innan fyrirfram­ákveðins tímamarks. Heimilt er að senda kröfu til innheimtu fyrir kauptilboði ef hún er ekki greidd á gjald­daga á kostnað tilboðsgjafa. Einnig er heimilt að leggja fram með kauptilboði eða fyrir upphaf mark­aðs­dags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins. Kaupandi skal inna af hendi staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir opnun tilboða.

   

Markaðir ársins 2020

1. apríl 2020 

Hámarksverð á fyrsta markaði ársins fyrir greiðslumark mjólkur, sem haldinn var þann 1. apríl, var 185 krónur eða sem nam tvöföldu lágmarks afurðastöðvaverði. Sjá frétt um málið með því að smella hér.  Sjá reglugerð með því að smella hér. 

Atvinnuvegaráðuneytinu bárust alls 227 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. apríl 2020 kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 185 kr. fyrir hvern lítra mjólkur, hið sama og sett hámarksverð. Tilboð tóku nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 218
 • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 4
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 586.046 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 9.836.190 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 585.981lítrar að andvirði 108.406.485 kr.

Í kjölfar fyrsta markaðar lögðu forsvarmenn bænda aftur fram tillögu að tvöföldu hámarksverði á markaði greiðslumarks mjólkur og að sú ákvörðun skildi gilda út samningstímann eða út árið 2026. Illa gékk að ná sáttum í viðræðum við ríkið en á endanum var fallist á sáttamiðlunartillögu sem hljómaði upp á að hámarksverð yrði sett sem þrefalt afurðastöðvaverð en sú ákvörðun myndi gilda fram að næstu endurskoðun 2023. 

Frá og með öðrum markaði fyrir greiðslumark mjólkur á árinu 2020 sem haldinn var þann 1. september varð hámarksverð greiðslumarks því sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og mun það gilda fyrir alla markaði út árið 2023.

1. september 2020 

Á öðrum tilboðsmarkaði ársins 2020 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. september var sett hámarksverð; 294 krónur eða sem nam þreföldu lágmarks afurðastöðvaverði.  Sjá frétt með því að smella hér.

Atvinnuvegaráðuneytinu bárust alls 209 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2020 kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur, hið sama og sett hámarksverð. Tilboð tóku nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 209.
 • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 3.
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 9.762.556 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.

1. nóvember 2020 

Á þriðja tilboðsmarkaði ársins 2020 fyrir greiðslumark mjólkur þann 2. nóvember var áfram sett hámarksverð 294 krónur enda hafði lágmarksafurðastöðvaverð staðið í stað milli markaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 209 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 2. nóvember 2020. Þetta
var síðasti markaðurinn ársins og aðilaskipti greiðslumarks á markaðnum tóku gildi frá 1. janúar 2021. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur og líkt og áður tóku tilboð nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 17.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 192.
 • Eitt kauptilboð var undir jafnvægisverði.
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.948.334 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 9.218.000 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.948.299 lítrar að andvirði 572.799.906 kr.
 • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 97.399 lítrar. Fjöldi gildra
  kauptilboða frá nýliðum voru 21.

  

Markaðir ársins 2021

1. apríl 2021 

Á fyrsta tilboðsmarkaði ársins 2021 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. apríl var sett hámarksverð; 294 krónur, þrefalt afurðastöðvaverð. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust alls 188 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 6. apríl 2021 kom fram jafnvægisverð á markaði var 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, hið sama og sett hámarksverð. Ekkert tilboð var undir jafnvægisverði-/hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 188
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 663.754 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 9.157.000 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 663.590 lítrar að andvirði 195.095.460 kr.
 • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 33.176 lítrar.
 • Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 19.

1. september 2021 

Á öðrum tilboðsmarkaði ársins 2021 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. september var sett hámarksverð; 305 krónur eða sem nam þreföldu lágmarks afurðastöðvaverði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust alls 159 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2020 kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 305 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, hið sama og sett hámarksverð. Tilboð tóku flest mið af settu hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 4.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 155.
 • Tilboð undir jafnvægisverði/hámarksverði voru 12.
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 109.000 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 7.600.000 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 109.000 lítrar að andvirði 33.245.000,- kr.
 • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 5.440 lítrar.
 • Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 16.

1. nóvember 2021 

Á þriðja tilboðsmarkaði ársins 2021 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember var hámarksverðið; 305 krónur eða sem nam þreföldu lágmarks afurðastöðvaverði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2021. Þetta var síðasti markaðurinn ársins og aðilaskipti greiðslumarks á markaðnum tóku gildi frá 1. janúar 2022. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 305 krónur fyrir hvern lítra mjólkur og tóku tilboð nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 174.
 • Eitt kauptilboð var undir jafnvægisverði/hámarksverði.
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.135.858 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 8.565.000 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.135.725 lítrar að andvirði 346.396.125,- kr.
 • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 56.784 lítrar.
 • Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 16.

  

Markaðir ársins 2022 

1. apríl 2022 

Fyrsti tilboðsmarkaður ársins 2022 með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. apríl.  Matvælaráðuneytinu bárust 162 gild tilboð um kaup og voru sölutilboð 19 talsins.Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 315 kr. fyrir hvern lítra.   Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði, þ.e. 315 kr./ltr.

 • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 19.
 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 162.
 • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði/hámarksverði var 10.
 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.309.697 lítrar
 • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru      7.830.349 lítrar
 • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.309.697 lítrar að andvirði 412.554.555,- kr.
 • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 65.481 lítrar.   Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 13.

Næti markaður: 1. september 2022