Nautaskráin á netinu hefur skipt um lén. Áður var veffangið nautaskra.net en er nú komin með nýtt veffang: nautaskra.is
09.maí 2022
Nautaskráin á netinu hefur skipt um lén. Áður var veffangið nautaskra.net en er nú komin með nýtt veffang: nautaskra.is
03.maí 2022
SS birti nýja verðskrá í lok apríl sem tók gildi núna 2. maí. Heldur þar áfram sú þróun sem sést hefur undanfarið frá sláturleyfishöfum, en nýmælin hér eru þau að SS hækkaði síðast í lok febrúar og aftur núna í byrjun maí, eða réttum tveimur mánuðum eftir síðustu hækkun.
29.apríl 2022
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 28. apríl 2022 að afurðarstöðvarverð fyrir umframmjólk verði kr. 80.- á hvern innlagðan líter og taki gildi frá 1. maí 2022.
28.apríl 2022
Félag kúabænda á Suðurlandi hélt fundi í gær með félagsráði félags kúabænda og í framhaldinu var fulltrúum BÍ boðið á opinn fund í Hvolnum á Hvolsvelli. Efni fundanna var margvíslegt eins og greiðslumark mjólkur, búvörusamninga, rekstrarstöður greinarinnar ásamt starf BÍ í þágu bænda í nýju félagskerfi.
27.apríl 2022
Nýverið hækkaði Norðlenska og SAH afurðir á Blönduósi verðskrá sína í nautakjöti. Var hækkunin afturvirk til og með 1. apríl síðast liðnum. Í tilkynningu frá félaginu segir að ungneyti hækka um 5%, ungar kýr um 3%, kýr um 2% og naut um 2%.
19.apríl 2022
Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var sala á fitugrunni 144,9 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (apríl 2021 – mars 2022) og 124,1 milljón lítra á próteingrunni. Sala á fitugrunni dróst saman um 8,0% m.v. mars árið 2021 og sala á próteingrunni dróst saman um 2,7%.
12.apríl 2022
Þann 1. apríl sl. tók gildi ný verðskrá hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) og Sláturhúsinu á Hellu fyrir nautgripi. almennt hækkuðu betri flokkar KU og K um 5% en bestu flokkar UN hækkuðu um 6,5%.
08.apríl 2022
Eins og ljóst er var samanlögð mjólkurframleiðsla fyrstu fimm vikur ársins nánast jöfn framleiðslu sama tímabils síðasta árs. Í annarri viku febrúar fór mjólkur-framleiðslan að dragast saman og virðist vera komin í nokkuð fastar skorður.
04.apríl 2022
Fyrsti tilboðsmarkaður ársins 2022 með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. apríl. Matvælaráðuneytinu bárust 162 gild tilboð um kaup og voru sölutilboð 19 talsins.
01.apríl 2022
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.