Nýstofnaður Velferðarsjóður BÍ tekur til starfa sumarið 2018. Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við félagsmenn Bændasamtaka Íslands er þeir verða fyrir meiriháttar áföllum í búrekstri sínum, s.s. vegna veikinda og slysa. Sjóðurinn styður einnig forvarnarverkefni tengd vinnuvernd og slysavörnum eða önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga.

Miðað er við að félagsmenn geti sótt um í Velferðarsjóðinn fjórum sinnum á ári. Fyrsti skilafrestur umsókna er 27. ágúst. Starfstímabil sjóðsins verður frá 1. janúar 2018 þannig að hægt verður að sækja um stuðning vegna áfalla sem orðið hafa frá og með þeim tíma. Hægt er að kynna sér samþykktir sjóðsins og úthlutunarreglur hér á bondi.is. Umsóknareyðublöð er að finna á félagsmannasíðu Bændatorgsins.

Samþykktir Velferðarsjóðs BÍ - pdf


Úthlutunarreglur Velferðarsjóðs BÍ - pdf