Markmið starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri.

Bændur eru hvattir til þess að kynna sér reglur sjóðsins – skipulag hans, fyrirkomulag styrkveitinga og hvernig háttað er rétti til framlaga vegna starfs- og endurmenntunar. Umsóknareyðublöð til rafrænnar útfyllingar umsókna eru tilbúin hér að neðan Fyrir þá sem ekki hafa netaðgengi verða umsóknareyðublöð vegna styrkumsókna ennfremur aðgengileg á skrifstofum búnaðarsambandanna.

Hilmar Vilberg Gylfason lögfræðingur BÍ, annast daglega umsjón með sjóðnum, tekur við umsóknum, afgreiðir, -  og veitir upplýsingar um sjóðinn. Síminn hjá Hilmari er 563 0300. Einnig er unnt að hafa samband við hann gegnum tölvupóst hilmar[hjá]bondi.is 

Rafrænar umsóknir eru aðgengilegar á Bændatorginu þar sem félagsmenn í BÍ hafa aðgang.

Reglur Starfsmenntasjóðs bænda - pdf