Forvarnarsjóður búgreina hefur það hlutverk að ráðstafa fjármunum til búgreina samkvæmt framlagi hverrar búgreinar í Bjargráðasjóð eins og það stóð við niðurlagningu B-deildar í samræmi við tilgang þáverandi B-deildar skv. lögum um Bjargráðasjóð nr. 49/2009 á grundvelli V. bráðabirgðaákvæðis laga um Bjargráðasjóð , sbr. 55. gr. laga nr. 126/2016. Sjóðurinn er deildaskiptur eftir búgreinum og er ráðstöfun fjármuna bundin viðkomandi búgreinum, skv. grein 6.1.

Umsóknarfrestur fyrir árið 2022 er 31. desember 2022 og skulu umsóknir berast á bondi@bondi.is, merktar "Umsókn í Forvarnarsjóð BÍ". Umsóknareyðublað má finna hér að neðan. Hlaða þarf skjalinu niður, fylla það út og vista sem pdf áður en það er sent inn. 

Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast hér

Umsóknareyðublað má finna hér