Zott sótti í sig veðrið 2012
10.04.2013
Einkarekna afurðarstöðin Zott, sem hefur bækistöðvar í Bayern í Þýskalandi, náði góðum árangri á austur-evrópsku mörkuðunum á síðasta ári. Innvigtun félagsins á árinu nam 919 milljónum lítra, sem er aukning um 6,7% frá fyrra ári. Þá jókst jókst velta Zott um 2.8% og fór í 838 milljónir evra eða í um 138 milljarða íslenskra króna.
Ástaðan fyrir þessum góða árangri Zott í austurhluta Evrópu er fyrst og fremst fólgin í yfirtöku félagsins á bæði bosnískum og pólksum afurðarstöðvum sem tryggði Zott gott aðgengi að mörkuðunum. Zott kaupir mjólk frá um 3.500 kúabúum í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi/SS.