Yfirlýsing SAM
13.10.2006
Raunlækkun heildsöluverðs mjólkurafurða
Samhliða opinberum aðgerðum til lækkunar búvöruverðs til neytenda, haustið 2006, sem meðal
annars fela í sér lækkun virðisaukaskatts á íslenskar búvörur, lýsa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði yfir ákvörðun um raunlækkun á heildsöluverði mjólkurvara á næstu 12 mánuðum. Raunlækkun á heildsöluverði mjólkurvara verði náð með óbreyttu verði næstu 12. mánuði og verði hið sama og ákveðið var af verðlagsnefnd búvöru 1. janúar 2006. Mjólkuriðnaðurinn mun taka á sig, að lágmarki, hækkun launaliðar mjólkurframleiðenda skv. verðlagsgrundvelli kúabús á tímabilinu.
Forsendur ofangreindra raunlækkana, á heildsöluverði mjólkurvara, eru m.a;
1. Stefna stjórnvalda gagnvart mjólkurframleiðendum og mjólkuriðnaði
Ofangreind samþykkt er gerð í trausti þess að stjórnvöld raski ekki, með neikvæðum hætti, starfs- og samkeppnisumhverfi íslenskrar mjólkurframleiðslu og mjólkurvinnslu með opinberum ákvörðunum umfram það sem milliríkja- og alþjóðlegir samningar leiða af sér fram til 31. ágúst 2012. Enda er það forsenda að mjólkurframleiðendur og afurðastöðvar þeirra geti náð fram ofangreindri raunlækkun á heildsöluverði mjólkurvara.
2. Opinber verðtilfærsla mjólkurvara
Að opinber verðtilfærsla milli einstakra vöruflokka mjólkurvara verði aflögð.
Samhliða almennum hagræðingaraðgerðum í greininni, munu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, stuðla að sértækum aðgerðum í skipulagi og starfsemi mjólkuriðnaðar til enn frekari rekstrarhagkvæmni, innan þeirra laga og reglna sem greinin býr við.
Reykjavík 8. október 2006.
f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði