Yfirlýsing frá stjórn SAM vegna búvörusamninga
29.01.2016
Frá stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði
Vegna þeirrar umræðu sem fram fer á samskiptamiðlum um nýjan búvörusamning vill stjórn SAM taka eftirfarandi fram:
Stjórn SAM sem er samstarfsvettvangur afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur frá upphafi samningagerðar fengið að koma á framfæri áherslum sínum við samninganefnd bænda. Þær hafa einkum varðað tollvernd mjólkurvara og heimildir til samstarfs samkvæmt búvörulögum (undanþága frá samkeppnislögum).
Hins vegar eru þessir samningar milli ríkisvalds og bænda um stuðning við landbúnaðinn. Afurðastöðvar njóta ekki ríkisstuðnings.
Það er í okkar huga varasamt að aðrir komi með beinum hætti að þessari samningsgerð en ríkisvald og bændur. Þar vilja margir setja sín fingraför á.
Við treystum samningamönnum bænda vel til að gera farsælan samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar og bændum til að taka upplýsta ákvörðun með eða móti þegar samningur liggur fyrir og hefur verið kynntur. Allar getgátur um innihald og áhrif á stéttina eru ótímabærar á þessum tímapunkti.
Stjórn SAM
Rögnvaldur Ólafsson, formaður
Tekið skal fram að Sigurður Loftsson, stjórnarmaður í SAM, var ekki viðstaddur og kom hvergi nálægt þessari yfirlýsingu