
Yfirlit um jarðræktarrannsóknir 2009-2010
14.06.2011
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út skýrslu um jarðræktarrannsóknir áranna 2009-2010. Ýmist eru niðurstöður tilrauna eða viðfangsefna birtar fyrir hvort ár um sig eða samandregnar fyrir bæði árin eftir eðli tilrauna. Meðal annars er í ritinu að finna upplýsingar um áburðartilraunir og yrkjaprófanir í korn- og túnrækt, ýmsar tilraunir með matjurtir ásamt upplýsingum um veðurfar og vöxt áranna 2009 og 2010.
Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir en efnið er að mestu unnið af ábyrgðarmönnum verkefna. Ritið er eingöngu gefið út á rafrænu formi eins og verið hefur frá 2007.
Rit LbhÍ nr. 33 Jarðræktarrannsóknir 2009–2010
Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir en efnið er að mestu unnið af ábyrgðarmönnum verkefna. Ritið er eingöngu gefið út á rafrænu formi eins og verið hefur frá 2007.
Rit LbhÍ nr. 33 Jarðræktarrannsóknir 2009–2010