YARA ríður á vaðið með 36-80% hækkun á áburði
29.01.2008
Sláturfélag Suðurlands, sem flytur inn áburð undir merkjum Yara, birti seinni partinn í gær verð á áburði. Með því að bera saman verð á milli júní 2007 og dagsins í dag sést að áburðarverð hefur hækkað á bilinu 36-80%. Minnsta hækkunin, 36%, er á N27 í stórsekkjum en tonnið af honum kostaði 31.517 í júní í fyrra en listaverð er nú 42.778. Áburður NPK 24-4-7 hækkar um 73% í stórsekkjum, 24-6 hækkar um 43%, NP 26-6 hækkar um 78%, NPK 21-4-10 hækkar um 66% og NPK 17-5-13 hækkar um 74%. Mest hækkar fosfóráburðurinn OPTI-P 8 um rúm 80%, tonnið kostaði 28.954 í júní 2007 en kostar samkvæmt verðlista 52.222 í ár.
Hjá Yara geta bændur fengið afslátt á áburði ef þeir panta á ákveðnum tímum. Þannig er afslátturinn 10% af listaverði (sem kallað er júníverð) í janúar og febrúar. Í mars lækkar afsláttarprósentan í 6%, í 4% í apríl og loks í 2% í maí. Eftir 1. maí er enginn afsláttur gefinn af listaverði.
Í eftirfarandi töflu má sjá þær áburðartegundir sem Yara býður upp á í ár. Verðið er án vsk. og miðast við 1 tonn af áburði og að pöntun sé gerð í janúar eða febrúar en þá fær viðskiptavinurinn 10% afslátt af listaverði (búið að taka tillit til afsláttar í tölunum).
Janúar- og febrúarverð
OPTI-KAS™ (N 27), 600 kg sekkir, 38.500 kr.
OPTI-NS™ 24-6, 600 kg sekkir, 43.000 kr.
Kalksaltpétur (N 15,5) 600 kg sekkir, 35.000 kr.
Bórkalksaltpétur (N 15,4) 600 kg sekkir, 42.700 kr.
Bórkalksaltpétur (N 15,4), bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 46.116 kr.
CalciNit™ Bretti, 1.225 kg í 25 kg pokum, 67.200 kr.
CalciNit™, 25 kg pokar, 72.576 kr.
NP 26-6, 600 kg sekkir, 56.000 kr.
NPK 24-4-7, 600 kg sekkir, 52.500 kr.
NPK 21-3-8 +Se, 600 kg sekkir, 56.100 kr.
NPK 21-4-10, 600 kg sekkir, 53.500 kr.
NPK 21-4-10, bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 57.780 kr.
NPK 17-5-13, 600 kg sekkir, 55.700 kr.
NPK 17-5-13, bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 60.156 kr.
NPK 11-5-18, 600 kg sekkir, 61.800 kr.
NPK 11-5-18, bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 66.744 kr.
OPTI VEKST 6-5-20, 600 kg sekkir, 77.700 kr.
OPTI VEKST 6-5-20, bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 83.916 kr.
OPTI START™ NP 12-23, 40 kg pokar, 77.000 kr.
OPTI-P™ 8, 600 kg sekkir 47.000 kr.
OPTI-P™ 8, bretti, 1 tonn í 40 kg pokum, 50.760 kr.
Samanburður á áburðarverði YARA - júní 2007 og júní 2008 - % hækkun m.v. júníverð - pdf.