Yara birtir verðskrá á áburði – verðhækkun 4-10%
26.01.2012
Sláturfélag Suðurlands, umboðsaðili Yara á Íslandi hefur birt áburðarverðskrá fyrir árið 2012. Segir félagið að „vegna hækkana á áburði erlendis verði ekki komist hjá því að hækka verð á áburði. OPTI-KAS (N27) og OPTI-NS hækka um 4-5%. Algengar NPK tegundir eru að hækka aðeins meira eða um 10%“. Verðskrá Yara er hægt að nálgast með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan./BHB