YARA birtir áburðarverðskrá – 3,2 til 11,6% hækkun milli ára
12.02.2013
Sláturfélag Suðurlands, umboðsaðili Yara áburðar á Íslandi hefur í dag birt verðskrá fyrir árið 2013. Miðað við verðskrá félagsins sem birt var 25. janúar í fyrra, hefur áburðarverðið hækkað um 3,2-11,6% frá síðasta ári, misjafnt eftir tegundum. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan þar sem verð á nokkrum tegundum er borið saman milli ára, hefur verðið á NPK 12-4-18 hækkað um 11,6%, en verðið á NP 26-6 hefur hækkað um 3,2% frá því í fyrra./BHB
Tegund | Verð 2012 | Verð 2013 | Hækkun |
OPTI-KAS (N27) | 64.471 | 70.933 | 10% |
NP 26-6 | 83.994 | 86.686 | 3,2% |
NPK 24-4-7 | 83.356 | 89.976 | 5,4% |
NPK 21-3-8 + Se | 87.172 | 91.047 | 4,4% |
NPK 12-4-18 | 101.246 | 112.941 | 11,6% |
Verð er í kr/tonn, án vsk. með mesta afslætti
Verðlisti YARA 12. febrúar 2013