Beint í efni

WTO: Óvissan eykst eftir samningafundi helgarinnar

17.02.2003

Um helgina hittust í Japan samningafulltrúar 22 stærstu aðildarlanda WTO. Samkvæmt upplýsingum ber enn mikið í milli helstu landa hvað snertir bæði landbúnað og lyfjamál. Í lok fundarins í Tókíó var haft eftir samningamönnum að viðræðurnar hefðu verið „uppbyggilegar“, sem að sögn þýðir í raun að enginn hafi gefið eftir! Talið er að í ljósi þess hve illa gekk að ná saman þessum 22 löndum hafi líkurnar á því að samkomulag náist fyrir 31. mars minnkað verulega. Alls eiga 145 lönd aðild að WTO.