Beint í efni

Vorvinnsla á kynbótamati í nautgriparækt

15.05.2013

Þessa dagana fer fram vorvinnsla á kynbótamati í nautgriparæktinni. Að henni lokinni verður kominn nokkuð endanlegur dómur á nautin sem fædd voru árið 2006. Einnig munu væntanlega liggja fyrir nægjanlega traustar upplýsingar um fyrri hluta nautaárgangsins frá 2007, til að hægt veri að taka áhugaverðustu einstaklingana úr þeim hluta til framhaldsnotkunar. Árgangurinn 2007 taldi 27 naut; af þeim er eitt undan Fróða 96028, fjögur undan Hersi 97033, þrjú undan Glanna 98026, fjögur undan Fonti 98027, fimm undan Umba 98036, eitt undan Þrasa 98052, fjögur undan Þolli 99008 og fimm eru synir Laska 00010. Fagráð í nautgriparækt gerir ráð fyrir að fara yfir niðurstöður kynbótamatsins á fundi sem haldinn verður um eða eftir næstu mánaðamót./BHB