Beint í efni

Vopnaður mjólkurvöruþjófur!

04.08.2011

Lögreglumennirnir sem voru á eftirliti í bænum Aabenraa í Danmörku brá heldur í brún um daginn þegar þeir stöðvuðu grunsamlegan mann. Þar var nefninlega á ferð þýskur karlmaður sem var að róta í ruslagámi og lögreglan ákvað að kanna aðeins ástand mannsins. Maðurinn neytaði að tjá sig við lögregluna og því síður að gefa upp hvað hann væri með í bakpoka sínum. Lögreglumennirnir létu nú ekki segjast og kíktu í pokann enda grunaði þá að þar væri að finna stolnar vörur sem rétt reyndist. Hinsvegar höfðu þeir ekki áður lent í sambærilegu máli, enda var þjófurinn eingöngu með mjólkurvörur í bakpokanum!
 
Skammt frá var lágvöruverðsverslunin Fakta og hafði maðurinn þar orðið heldur fingralangur við einn af afhendingarvögnum Arla á ferskum mjólkurvörum. Auk þess var hinn þýski mjólkurvöruþjófur einnig með hnífa á sér, en slíkt er bannað og því þurfti hann að dúsa á bak við lás og slá. Vonandi fékk hann vel útilátinn morgunverð í fangelsinu og gnótt mjólkurvara/SS.