Beint í efni

Vinstri grænir funda um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar

13.05.2008

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur fyrir upplýsingafundum um land allt um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar dagana 13.-14. maí. Þingflokkurinn fundaði með stjórnendum og starfsfólki Bændasamtakanna í morgun þar sem frumvarp landbúnaðarráðherra um breytta matvælalöggjöf var aðalumræðuefnið. Í kvöld verður opinn fundur á vegum VG í Bændahöllinni en þar munu m.a. flytja framsöguerindi Haraldur Briem sóttvarnalæknir, Hildur Traustadóttir framkvæmdastjóri Félags kjúklingabænda, Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Steingrímur  J. Sigfússon formaður vinstri grænna.

Markmið fundanna er að leiða saman forystufólk og sérfræðinga á sviði matvælaframleiðslu, landbúnaðar og verkalýðsmálum til að gefa sem gleggsta mynd af þeim áskorunum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Fyrir fundina heimsækja þingmenn Vinstri grænna matvælaframleiðendur á hverju svæði. Sérstaklega verður rætt um nýtt frumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að leyfa óheftan innflutningu á hráu kjöti.

Fundarröð Vinstri grænna er sem hér segir:

Reykjavík: Fundur kl. 20 þriðjudaginn 13. maí í Bændahöllinni (Hótel Saga).
- Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna
- Haraldur Briem, sóttvarnalæknir
- Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri Félags kjúklingabænda
- Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna
Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona

Blönduós: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí í Félagsheimilinu - Jón Bjarnason ávarpar fundinn
- Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna
- Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum
- Skúli Einarsson, bóndi á Tannstaðabakka
- Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna
Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona

Húsavík: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Gamla Bauk
- Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs SGS
- Jón Benediktsson á Auðnum, formaður stjórnar Búsældar
- Jóhannes Sigfússon, formaður Félags sauðfjárbænda
Fundarstjóri: Þuríður Backman, þingkona

Hvolsvöllur: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Hlíðarenda
- Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna
- Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir
- Atli Gíslason, þingmaður
Fundarstjóri: Ólafía Jakobsdóttir, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi