Beint í efni

Vinnufatnaður merktur LK til sölu!

03.12.2014

Landssamband kúabænda hefur haft til sölu vinnufatnað merktan samtökunum frá hinum þekkta framleiðanda 66° Norður. Eftir eru nokkrir samfestingar af gerðinni Birki í stærðunum 48 til 50, verðið á þeim er 7.900 kr án vsk. Hins vegar er um að ræða mjaltasvuntur (Brokey, vatnsheldir flökunarsloppar) í stærðinni M. Verðið á þeim er 4.462 kr án vsk. Sjá má myndir af fatnaðinum hér neðar í pistilinum. Pantanir skulu sendar á lk@naut.is og tilgreina skal fjölda og stærðir, nafn og kennitölu. Burðargjald greiðist af viðtakanda og Auðhumla svf. sér um innheimtu./BHB