Beint í efni

Vinnslustöðvar geitamjólkur sameinast

21.06.2013

Hollenski geitaostaframleiðandinn Bettinehoeve og Svissnesska félagið AVH, sem er dótturfélag afurðastöðvarinnar Emmi, eru þessa dagana að koma sér upp nýrri afurðastöð í Etten-Leur í Hollandi. Þessi nýja sameiginlega afurðastöð mun sjá um duftframleiðslu á geitamjólk og verður stöðin tilbúin til vinnslu í apríl á næsta ári.

 

Vinnslugeta afurðastöðvarinnar verður 5 tonn af geitamjólk á dag en bæði mjólk og mysa verður þurrkuð í stöðinni en mikið fellur til í Evrópu af geitamysu. Hið sameiginlega félag heitir Goat Milk Powder og vísar því nafnið afar skýrt til framleiðslunnar en bæði verður framleidd þurr-geitamjólk, þurr-undanrenna en einnig próteinduft auk fleiri sérstakra duft afbrigða/SS.