Beint í efni

Vinnslu kynbótamats nautgriparæktarinnar að mestu lokið

09.05.2009

Vinnslu á kynbótamati er nú að mestu lokið og liggja niðurstöður fyrir varðandi alla aðra eiginleika en endingu, sem undirritaður ber ábyrgð á að vinna kynbótamat fyrir. Þar vantar herslumuninn á að koma gögnum í rétt horf. Vinnuhópur fagráðs um ræktunarmál nautgripa mun funda á mánudaginn 11. maí og fara yfir niðurstöðurnar. Það verður fyrsti fundur hópsins í nýrri nautastöð að Hesti.

Í vinnuhópnum eru:

 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK
Friðrik Jónsson, ráðunautur Búvest.
Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur BSSL (ritari)
Guðmundur Steindórsson, ráðunautur Búgarði.
Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum, formaður Fagráðs í nautgriparækt.
Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt
Magnús B. Jónsson, landsráðunautur í nautgriparækt (formaður)
Sigurgeir Hreinsson, bóndi Hríshóli.
Sveinn Sigurmundsson, ráðunautur BSSL (með málfrelsi og tillögurétt)

Sigurmundur Guðbjörnsson, forstöðumaður Uppeldisstöðvarinnar í Þorleifskoti (með málfrelsi og tillögurétt)

Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar BÍ (með málfrelsi og tillögurétt).