Vinnslu á kynbótamati nautgriparæktarinnar að ljúka
13.11.2012
Haustvinnsla á kynbótamati nautgriparæktarinnar er langt komin, aðeins er eftir að vinna endingarmatið en mati á öðrum eiginleikum lauk í síðustu viku. Fagráð í nautgriparækt kemur saman á næstu dögum til að fara yfir niðurstöðurnar og ákveða hvaða ný naut verða tekin til notkunar. Nokkur af yngri nautunum úr 2006 árgangi voru ekki komin með nægjanlega dætrafjölda sl. vor til að unnt þætti að taka þá til notkunar, en örlög þeirra ættu að skýrast nú. Þá fara að birtast fyrstu vísbendingar um nautin sem fædd voru 2007./BHB