Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Vinnslu á kynbótamati í nautgriparækt lokið

17.11.2006

Niðurstöður haustvinnslu kynbótamats í nautgriparæktinni liggja nú fyrir. Að þessu sinni kemur til dóms eldri helmingur nautaárgangsins sem fæddur var árið 2000. Yngri hluti árgangsins hefur enn sem komið er ekki nægjanlegan dætrafjölda á bak við afurðamatið og bíður því vorvinnslu á kynbótamatinu sem fer fram í mars. Í heild má segja að árgangurinn valdi nokkrum vonbrigðum, þar sem ekki er að sjá að nein toppnaut komi fram í honum. Það sem er jákvæðast við hann, er að júgurgerð og spenar eru með því betra sem sést hefur. Besta nautið af þeim sem dóm hafa hlotið, er nautið Laski 00010 frá Dalbæ í Hrunamannahreppi. Hann er sonur Smells 92028 frá Syðri-Bægisá.

 

Einkunnir Laska 00010 eru sem hér segir: Mjólkurmagn 109, próteinhlutfall 110, afurðir 113, frjósemi 96, frumutala 118, gæðaröð 106, skrokkur 103, júgur 119, spenar 116, mjaltir 105, skap 117 og ending 105. Heildareinkunn í kynbótamati er 112. Vægi einstakra eiginleika í heildareinkunninni er þetta: afurðir 44% og 8% á hvern eftirtalinna eiginleika: frjósemi, frumutölu, júgur, spena, mjaltir, skap og endingu.

 

Í þennan hóp verða ekki sóttir margir nautsfeður, þar sem af þeim þremur efstu eru vísbendingar um fláttu hjá einum þeirra, Strokk 00003 og síðan er sterkar vísbendingar um að Náttfari 00035 muni falla á próteinhlutfalli, sem er 78 en reglan er sú að taka ekki í notkun nautsfeður sem eru með lægri einkunn en 90 fyrir þennan eiginleika.