Beint í efni

Vinnföt – bara fyrir konur!

29.09.2010

Margar konur til sveita þekkja það að það getur verið erfitt að finna vinnuföt sem passa. Þetta þekkir hin sænska Sonia Altbäck vel, en eftir að hafa unnið í 25 ár við eigið kúabú og þurft að nota klunnalega vinnusamfestinga fyrir karlmenn, þá gafst hún upp og hóf leit að vinnufatnaði fyrir konur. Það reyndist henni ekki auðvelt en smátt og smátt tókst henni að finna framleiðendur á vinnufatnaði með vinnuföt með kvennmannssniði s.s. vinnusamfestinga og smekkbuxur. Hún stofnaði svo

einfaldlega netverslun þar sem hægt er að versla föt frá framleiðendum í Englandi og Bandaríkjunum.

 

Í viðtali við naut.is sagðist Sonja lítið hafa velt því fyrir sér að selja vörur út fyrir Svíþjóð, en var meira en tilbúin til þess að selja til Íslands. Áhugasamir þyrftu bara að draga virðisaukaskattinn frá uppgefnu kaupverði (25%) og mættu reikna með því að sendingarkostnaður gæti verið um 150 sænskar krónur. Þá vildi hún benda íslenskum konum til sveita á það að í október kæmi ný lína af klæðilegum kuldagöllum, sem hún hefur hannað sjálf. Netverslunin, www.altico.se, hefur nú verið starfrækt í tvö ár og gengur mjög vel.

 

Fyrir áhugasama um kúabú Sonju og mannsins hennar Christer, þá eru þau með eigin heimasíðu fyrir búið: www.lansmansgarden.nu en á búi þeirra má m.a. leigja glæsilega íbúð á efri hæðinni fyrir ofan geldneytin m.a. með útsýni yfir gripina í fjósinu!