Beint í efni

Vinna við stefnumörkun nautgriparæktar í góðum farvegi

02.06.2011

Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir fund sk. Stefnumörkunarhóps, en fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. júní. Stefnt er að því að ljúka vinnu við einskonar verkáætlun sem hægt verður að fylgja næstu árin, en verkáætlunin byggir á þeim markmiðum og leiðum fyrir nautgriparæktina sem aðalfundarfulltrúar á síðasta aðalfundi LK samþykktu.

 

Á aðalfundinum lögðu nefndir í mikla vinnu í mótun markmiða og leiða að markmiðum, en vinna Stefnumörkunarhópsins er svo að móta sk. undirleiðir – þ.e. hvernig á búgreinin að ná þessum markmiðum á næstu árum.

 

Í Stefnumörkunarhópnum sitja fulltrúar bæði frá LK og Auðhumlu, en auk stjórnar og framkvæmdastjóra LK eru í hópnum:

 

Egill Sigurðsson, Berustöðum II

Pétur Diðriksson, Helgavatni

Guðrún Sigurjónsdóttir, Glitstöðum

Einar Sigurðsson, MS

Bjarni Ragnar Brynjólfsson, MS

 

/SS