Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Vinna hafin við Matvælastefnu fyrir Ísland

30.08.2018

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það  hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019. Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi.

Í verkefnisstjórninni sitja:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

 

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Verkefnisstjórnin mun hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við mótun matvælastefnunnar.

  • Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu í gegnum virðiskeðjuna
  • Bætt aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu
  • Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni
  • Uppruna matvæla, merkingar og matvæla öryggi
  • Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi
  • Mikilvægi þess að draga úr matarsóun
  • Samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.“