Beint í efni

Vinamilk með nýja afurðastöð

10.10.2013

Vinamilk, sem er stærsta afurðafélagið í Víetnam, stendur í stórræðum líkt og mörg afurðafélög nú um stundir. Vinamilk, sem er rendar betur þekkt sem Vietnam Milk Factory, hefur nú tekið í notkun nýja afurðastöð í Binh Duong héraði en þessi afurðastöð getur tekið á móti 400 milljón lítrum af mjólk árlega til þess að byrja með. Afurðastöðin er öll búin nýjustu tækni frá Tetra Pak en alls eru í henni 17 framleiðslulínur fyrir mjólkurvörur.

 

Hún Mai Kiều Liên, sem er stjórnarformaður Vinamilk, sagði við vígslu afurðastöðvarinnar að félagið ætli sér að verða eitt af 50 stærstu afurðafélögum heims fyrir árið 2017 með 3 milljarða dollara (um 360 milljarðaíkr) í árlega veltu/SS.