Vill kaupa nautkálfa
14.10.2008
Ágúst Rúnarsson í Vestra-Fíflholti óskar eftir því að kaupa nautkálfa á ýmsum aldri, en sem kunnugt er drapst á annað hundrað gripa á bænum í stórbruna þann 30. september sl. Fjölskyldan þar hefur nú þegar tekið ákvörðun um að byggja búið upp að nýju og er tekin til við að viða að sér nýjum bústofni.
Landssamband kúabænda óskar fjölskyldunni velfarnaðar í uppbyggingarstarfinu sem framundan er. Þeir sem hafa kálfa til sölu geta aflað frekari upplýsinga í síma 487 8593 og 898 4992.