Vilkyskiu í mysupróteingerðina
29.01.2016
Mysuprótein er það prótein sem selst einna best nú um stundir og Litháenska afurðafélagið Vilkyskiu Pienine ætlar sér hluta af þeim markaði. Félagið hyggur á byggingu á nýrri afurðastöð sem eingöngu verður í þessari próteinframleiðslu en hún verður byggð í námd við bæinn Taurage. Hin nýja vinnslustöð á að verða tilbúin í byrjun ársins 2017 og er ætlaður kostnaður við framkvæmdina 3,7 milljarðar íslenskra króna.
Félagið, sem oftast kallast einungis fyrra nafninu þ.e. Vilkyskiu, er á markaði og í tilkynningu til Nastaq frá því fyrr í þessum mánuði kemur fram að árið 2015 nam salan alls 84,4 milljónum evra eða um 12 milljörðum íslenskra króna. Væntanleg fjárfesting félagsins í nýrri vinnslustöð fyrir mysuprótein nemur því um þriðjungi heildarveltunnar á einu ári/SS.