Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Vilja byggja stærsta kúabú Evrópu

25.04.2017

Á Spáni stendur til að byggja upp gríðarlega stórt kúabú en samkvæmt áætlunum verað alls 20 þúsund mjólkurkýr á búinu og árleg mjólkurframleiðsla búsins verður um 200 milljónir lítra. Þetta bú verður engin smásmíði og fara alls 150 hektarar undir byggingar og fóðurgeymslur og þá tengjast búinu 3 þúsund hektarar lands, sem nýttir verða til fóðuröflunar. Bú þetta, sem áætlað er að muni kosta um 9,5 milljarða króna, verður byggt í Soria héraðinu í norðausturhluta landsins ef áætlanir ganga eftir.

Það er spænska afurðafélagið Valle de Odieta sem stendur á bak við þetta risabú og verður búið í eigu afurðastöðvarinnar. Reyndar er nú ekki séð fyrir endann á þessari framkvæmd enda hafa ótal kúabændur, sér í lagi frá minni kúabúunum, staðið fyrir mótmælum en óttast er að allt að 400 kúabú gætu misst tekjur vegna stórbúsins. Reyndar eru héraðsstjórinn í Soria héraðinu á öðru máli og telur að risabúið muni styrkja verulega héraðið sem mjólkurframleiðsluhérað en töluvert hefur dregið úr mjólkurframleiðslu á svæðinu á liðnum árum. Þá muni skapast á búinu hundruðir starfa sem skipti héraðið miklu máli. Enn sem komið er, er þó ekki búið að tryggja nóg land undir starfsemina en afurðastöðin hefur þó þegar tryggt sér 900 hektara/SS.