Beint í efni

Vikuinnvigtun yfir 2,5 milljónir lítra

20.03.2007

Innvigtun í sl. viku (viku 11) var 2.514.583 lítrar, en það er mesta innvigtun á einni viku sl. 4 ár og önnur vikan í röð þar sem yfir 2,5 milljónir lítra eru lagðir inn í samlögin hér á landi, sem eru aðilar að SAM. Mjólkurframleiðslan hefur gengið mjög vel að undanförnu og hefur hún verið yfir 8% meiri en í sömu viku á sl. ári, 9 vikur í röð. Með þessu áframhaldi er ljóst að mjólkurframleiðslan á árinu 2007 verður sú mesta í sögunni. Með því að smella hér má sjá þróun í innvigtun samlaganna síðustu misseri.