Vika 34 var 14% yfir
29.08.2006
Innvigtun í síðustu viku var 2.167.009 lítrar, sem er 14,1% yfir sömu viku síðasta árs. Hratt skilur nú á milli yfirstandandi árs og þess síðasta hvað innvigtun mjólkur varðar. Er vonandi að það ástand haldi áfram næstu vikur, þar sem september í fyrra var mjög slakur mánuður. Nánari upplýsingar um innvigtun og samanburð við síðustu ár má sjá með því að smella hér.