Viðskipti með greiðslumark – fyrir 10. júní
24.05.2007
Þeim sem hyggjast eiga viðskipti með greiðslumark, með gildistöku á þessu verðlagsári, er bent á að snúa sér til umsýsluaðila eigi síðar en 10. júní n.k. Staðfesting á aðilaskiptum þarf að hafa borist Landbúnaðarstofnun þann 20. júní n.k. svo aðilaskipti geti orðið á yfirstandandi verðlagsári.
Viðskipti með greiðslumark geta tekið nokkra daga, þar sem t.d. getur verið nauðsynlegt að aflétta veðböndum, greiða upp lán o.s.frv. til að viðskiptin geti gengið í gegn. Þá er ávallt nokkuð mikið um viðskipti á þessum tíma, svo búast má við að þau séu tímafrekari en ella af þeim sökum. Því má mæla með að gera ráðstafanir í tíma, svo kaup eða sala greiðslumarks geti gengið snuðrulaust fyrir sig.