Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Viðskipti með 845 þúsund lítra á tilboðsmarkaði greiðslumarks mjólkur

02.09.2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 209 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. september 2020. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark með því fyrirkomulagi sem samið var um við endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári.

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða þessa markaðar nú fyrir. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2020 kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Ráðherra ákvað að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga að setja hámarksverð sem var 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Eins og sjá má af jafnvægisverðinu tóku tilboð nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13.
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 209.
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 3.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 19.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Athugið að upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ undir skjöl/bréf. Þær upplýsingar er ekki að finna inná Bændatorginu líkt og áður.

Uppfært 4. september kl. 14:10. Upphaflega kom fram að fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum hefðu verið 12. Hið rétta er að þau voru 19 og hefur það verið leiðrétt.