Beint í efni

Viðhorfskönnun Landssambands kúabænda 2013

18.02.2013

Nú hafa á þriðja hundrað kúabændur svarað viðhorfskönnun Landssambands kúabænda sem send var út á tölvupósti sl. þriðjudag. Haft er samband símleiðis við þá sem ekki hafa tölvupóstfang.

 

Samtökin vilja eindregið hvetja umbjóðendur sína til að taka þátt í könnuninni, með henni má afla mikilvægra upplýsinga um grundvallar hagsmunamál greinarinnar. Til að fá sem skýrastar niðurstöður er nauðsynlegt að þátttaka sé almenn meðal bænda. Niðurstöður verða kunngerðar á aðalfundi LK á Egilsstöðum 22. og 23. mars n.k./BHB