Beint í efni

Viðhorfskönnun Landssambands kúabænda 2013

11.02.2013

Á fundi stjórnar Landssambands kúabænda í nóvember sl. var ákveðið að gera könnun á viðhorfum mjólkurframleiðenda til ýmissa málaflokka sem mikið hafa verið til umræðu á vettvangi samtakanna undanfarin ár. Könnunin er talsvert viðamikil og spurningarnar alls 22, sumar þeirra í nokkrum liðum. Þá er spurt um ýmsar bakgrunnsbreytur, búsetu, kyn, aldur o.s.frv. Afrit af könnunininni, ásamt bréfi frá stjórn LK var send til allra mjólkurframleiðenda í síðustu viku og er að berast þeim í hendur þessa dagana. Könnunin verður að mestu framkvæmd á netinu, en haft verður samband símleiðis við þá sem ekki hafa tölvupóstfang. Þeir sem hafa slíkt fá könnunina senda á það póstfang sem skráð er hjá afurðastöð viðkomandi framleiðanda. Miðað er við að hvert býli svari könnuninni einu sinni.

 

Það er von stjórnar Landssambands kúabænda að viðhorfskönnun þessi megi verða til að draga fram sjónarmið stéttarinnar um mikilvæg hagsmunamál. Því hvetjum við kúabændur eindregið til þátttöku í henni.

 

Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar verða gerðar opinberar á aðalfundi Landssambands kúabænda, sem haldinn verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum, 22. og 23. mars n.k.

Stjórn Landssambands kúabænda