Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Viðhorfskönnun: 62% svarenda hyggja á framleiðsluaukningu

23.03.2013

Niðurstöður viðhorfskönnunar LK voru kynntar á aðalfundi samtakanna í gær. Úrtak vegna könnunarinnar voru greiðslumarkshafar hjá Auðhumlu svf. og Mjólkursamlagi KS, alls 659 aðilar. Alls svöruðu 399 eða 60,8%. Spurningar og bakgrunnsbreytur (aldur, bústærð, búseta, stærð ræktaðs lands, stærð ræktanlegs lands, framleiðsluaðstaða) voru alls 26. Meðal niðurstaðna er að 62% svarenda stefna að aukinni mjólkurframleiðslu á næstu 10 árum, það er ótvírætt merki um bjartsýni í greininni.

Einungis 7% svöruðu því til að þeir hyggðust hætta framleiðslu á næstu 10 árum. Flestir stefna að aukningu undir 100 þúsund lítrum og má áætla út frá niðurstöðunum að heildar aukningin sem stefnt er að sé á bilinu 25-30 milljónir lítra. Frekari grein verður gerð fyrir niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar á næstu dögum hér á naut.is /BHB