Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Viðbrögð vegna stöðu mála eftir óveður á Norðurlandi

12.09.2012

Í dag, miðvikudaginn 12. september, var haldinn fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bjargráðasjóðs til að ræða afleiðingar óveðursins á Norðurlandi og meta ástandið.

Á þessu stigi er ekki tímabært að meta tjónið í heild eða fjalla um sérstakar ráðstafanir vegna þess. Ljóst er hinsvegar að tjón bænda á búfé er verulegt og kemur það til kasta Bjargráðasjóðs, þegar umfang þess verður ljósara.

Nú er mikilvægasta verkefnið að koma búfé sem grafist hefur í fönn til hjálpar. Bændur, björgunarsveitir og annað aðstoðarfólk hafa unnið sleitulaust í gær og dag við að bjarga því sem bjargað verður. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi á svæðinu og í gildi er allsherjarútkall björgunarsveita. Unnið verður áfram við björgun næstu daga á meðan aðstæður leyfa og björgunarstarf telst raunhæft.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun kynna ríkisstjórninni samantekt um ástandi á fundi hennar á föstudag.