Viðbótarupplýsingar á dönskum gripamerkjum
20.04.2007
Síðan 1998 hefur það verið skylda í Danmörku að merkja nautgripi í bæði eyru. Þar í landi geta bændur fengið annað merkið eins og myndin hér að neðan sýnir. Þar er búið að smækka letrið á bús- (999999) og gripanúmerinu (23716), þannig að rými skapast fyrir tvær auka línur. Í þessu tilfelli hefur bóndinn valið að setja fæðingarár og nafn föður á merkið. Aðrir möguleikar eru:
- Nafn dýrs
- Nafn bæjar
- Fæðingardagur
- Númer móður
- Nafn móður
Þetta eru möguleikar sem huga mætti að hér á landi. Jafnframt er ljóst að þessi merki þarf að panta eftirá, þar sem sumar af framangreindum upplýsingum liggja ekki fyrir, fyrr en gripurinn er kominn í heiminn.