Beint í efni

Viðbótargreiðslur á sláturálag greiddar út í mars

11.03.2021

Viðbótargreiðslur á þá gripi sem hlutu sláturálag árið 2020 verður greitt út í marsmánuði í samræmi við samþykkt framkvæmdanefndar búvörusamninga í desember sl. Landssamband kúabænda lagði til við framkvæmdanefndina að 39 milljónum af 6. lið samnings af starfsskilyrði nautgriparæktar, framleiðslujafnvægi, yrði bætt við greiðslur vegna nautakjötsframleiðslu, nánar tiltekið á sláturálag á nautakjöt sem uppfyllir ákveðnar gæðakröfur. Munu greiðslurnar dreifast jafnt á alla gripi sem hlutu sláturálag á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2020. Þar sem um er að ræða ársfjórðungstímabil voru greiðslur fyrir slátrun á árinu 2020 ekki allar komnar til framkvæmda fyrr en í febrúar 2021.

Var tillagan lögð fram í ljósi þess að miklar sviptingar hafa verið á markaði með íslenskt nautgripakjöt, vegna Covid hefur markaður með nautgripakjöt dregist mjög saman og er markaðsstaða íslensks nautgripakjöts erfið um þessar mundir. Mikilvægt er að halda uppi hvata til áframhaldandi framleiðslu en þar sem framleiðsluferill nautgripakjöts er langur eru ákvarðanir sem teknar í dag að hafa áhrif á innlent framboð eftir 2-3 ár.

Árið 2020 var greitt sláturálag á 5.468 gripi að meðaltali 23.701 króna á grip. Með viðbótarfjármagninu nú eykst sláturálagið um 30% að meðaltali eða um 7.132,4 kr. á grip.