Beint í efni

Við heilgrillum naut á laugardaginn!

18.08.2005

Landssamband kúabænda mun standa fyrir heilgrillun á nauti á Menningarnótt og munu veislukokkar frá Bautanum sjá um grillið. Sláturhúsið Hellu sér um að skaffa nautið á teininn og dömur frá Lifandi landbúnaði, auk starfsfólks LK, verða neytendum til aðstoðar og svara um nautakjöt og íslenska nautgriparækt. Þá munu

fulltrúar frá MS/MBF verða á staðnum með mjólkurvélar og gefa öllum mjólk og frábærar grillsósur með gómsætu nautakjötinu.

 

Herlegheitin hefjast á Ingólfstorgi kl. 14 og er ráðgert að skafa utan af beinunum í kringum kl. 20.

 

Við hvetjum alla til að mæta á staðinn og sjá með eigin augum heilt naut grillað á teini, sem og að smakka á bolanum. Í fyrra fengu rétt um 4.000 manns að smakka kjöt af heilgrilluðu nauti og er reiknað með svipuðum fjölda í ár.