Vextirnir sem miðað verður við
16.09.2010
Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því í dag, skulu vextir óverðtryggðra útlána SÍ, skv. 10. gr. laga nr. 38/2001, gilda á lánum sem veitt voru með gengistryggingu. Hér er að finna yfirlit yfir þróun þessara vaxta frá því í júlí 2001 til dagsins í dag. Hæstir urðu þeir 21% í desember 2008 og janúar 2009. Í dag eru þeir 7,75%. Lungann úr árinu 2003 voru þeir 8,5%.
Hér má síðan sjá þróun verðbólgu frá upphafi árs 2001 til dagsins í dag.