Beint í efni

Vesturmjólk ehf

04.05.2010

Eins og fram kom í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni í gær hyggst hið nýstofnaða félag Vesturmjólk ehf setja upp mjólkurvinnslu í Borgarnesi á næstunni. Samkvæmt auglýsingu um nýskráningu hlutafélaga í Lögbirtingablaðinu, sem birt er hér að neðan standa eftirtaldir aðilar að Vesturmjólk ehf: 

Félagið heitir: Vesturmjólk ehf. 
Kt.: 550410-0790. 
Heimili og varnarþing: Austurstræti 18, 101 Reykjavík. 
Dagsetning samþykkta er: 13. apríl 2010. 
Stofnendur: Axel Oddsson, kt. 240358-3609, Kverngrjóti, 371 Búðardalur, Melrakki ehf., kt. 440310-0440, Austurstræti 18, 101 Reykjavík, Bjarni Bærings Bjarnason, kt. 110350-2609, Brúarreykjum, 311 Borgarnes.
Stjórn félagsins skipa skv. fundi dags.: 13. apríl 2010. 
Formaður stjórnar: Axel Oddsson. Meðstjórnendur: Stefán Daníel Franklín, kt. 090253-2559, Efstasundi 46, 104 Reykjavík, Bjarni Bærings Bjarnason. Varastjórn: Steingrímur S. Eiríksson, kt. 080251-2119, Kringlunni 69, 103 Reykjavík. 
Firmað ritar: Meirihluti stjórnar. 
Framkvæmdastjórn: Bjarni Bærings Bjarnason. 
Prókúruumboð: Bjarni Bærings Bjarnason, Stefán Daníel Franklín. 
Skoðunarmaður/endurskoðandi: Björn Ingi Victorsson, kt. 070474-4259, Þrymsölum 12, 201 Kópavogur. 
Hlutafé kr.: 500.000 ISK
Tilgangur: Tilgangur félagsins er framleiðsla og sala á mjólkurafurðum og vörum unnum úr mjólk og öðrum landbúnaðarafurðum. Þá er það tilgangur félagsins að kaupa, selja og reka fasteignir ásamt því að stunda lánastarfsemi. 
Hömlur á meðferð hlutabréfa: Já. 
Lausnarskylda á hlutabréfum: Nei. 

 

Að Melrakka ehf standa m.a. Norðurárdalur ehf en einn forsvarsmanna þess félags er Jóhannes Kristinsson, sem kenndur hefur verið við Fons ehf. Jóhannes er einnig framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Melrakka ehf. Norðurárdalur ehf er skráður til heimilis í Þverholtum á Mýrum þar sem rekið er eitt stærsta kúabú landsins.