Beint í efni

Verulegt ósamræmi í eftirlitsgjöldum með vatnsbólum

24.01.2007

Kostnaður vegna eftirlits með vatnsveitum og vatnsbólum kúabænda er ákaflega mismunandi eftir héruðum. Nú er ekki um það deilt að vatnsgæði skipta mjólkurframleiðsluna miklu máli, en ólíðandi er að margfaldur munur sé milli umdæma á því verði sem eftirlitið kostar. Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits skal staðfest af Umhverfisráðherra og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Má teljast furðulegt að ráðuneytið staðfesti svo mjög mismunandi gjaldskrár vegna sama eftirlitsins. LK hefur skoðað gjaldskrár heilbrigðiseftirlits á nokkrum svæðum á landinu og má sjá þær hér að neðan.

Eftirlitsumdæmi Heiti atvinnugreinar Árlegt eftirlits- og sýnagjald Gjald vegna rannsóknar pr. sýni ef við á
Heilbrigðiseftirlit Austurlands Vatnsveitur, einka m. matvælavinnslu 30.760 9.000
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra Vatnsveitur, einka m. matvælavinnslu 17.475 8.800
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra Einkavatnsveitur 8.215* 6.500
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Vatnsveitur, einka 10.900** 9.000
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands** Einkavatnsból 6.469 8.000

*Greitt á hverju ári, sýni tekið annað hvert ár.

**Greitt á hverju ári, sýni tekið fjórða hvert ár.