Beint í efni

Verulegar verðbreytingar á nautgripakjöti í júní

06.06.2002

Samkvæmt nýju yfirliti LK um verð sláturleyfishafa í júní, kemur fram að verðmunur er nú orðinn nokkur á milli sláturleyfishafa. Skýringin felst m.a. í því að vel hefur gengið að slátra og bið eftir slátrun með minnsta móti. Þetta hefur kallað á verðhækkanir til bænda og því útlit fyrir að

bændur geti nú loks séð fram á lítilsháttar leiðréttingu á verðum á nautgripakjöti, en eins og kunnugt er hefur nautgripakjöt verið framleitt með miklu tapi hjá bændum undanfarin misseri.

 

Undir lok maí hækkaði fyrirtækið Norðlenska verð á flestum betri flokkum, en lækkaði lélegri flokkana. Nú í byrjun júní hefur Sláturhúsið á Hellu gerð hið sama, en Kaupfélag Skagfirðinga lækkaði hinsvegar sín hæstu verð (voru fyrir með hæstu verð). Nú er svo komið að verulegur verðmunur er á milli sláturleyfishafanna og því má búast við að bændur skoði vandlega fyrir slátrun gripa hvert beri að senda þá í slátrun.

 

Nánar má lesa um verð sláturleyfishafanna í júní á markaðssíðu LK:

 

Markaðsmál – Nautakjötsframleiðsla – Verð sláturleyfishafa