Beint í efni

Verulega minni innvigtun mjólkur

09.07.2013

Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala sl. 12 mánuði 115,7 milljónir lítra á próteingrunni sem er aukning um 1,2% frá sama tímabili árið á undan. Þá er salan á fitugrunni 116,4 milljónir lítra sem er aukning um 3,8% og er því sala á fitugrunni nú enn verulega meiri en á próteingrunni og er það annan mánuðinn í röð sem slíkt gerist.

 

Innvegin mjólk það sem af er þessu ári er alls 64,9 milljónir lítra en á sama tímabili árið 2012 nam innvigtunin 66,9 milljónum lítra og nemur minni innvigtun í ár alls 3%.

 

Af einstökum vöruflokkum er mest söluaukning á viðbiti eða 5,6% og munar þar mestu um mikla smjörsölu en aukningin þar á ársgrunni nemur 11,5%. Þá er sala á osti 2,1% meiri nú en fyrir ári síðan/SS.